Næsta salsadanskvöld er miðvikudaginn 13.nóvember á  Iðnó, og það hefst að venju á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30.  Hér má lesa um salsakvöldið.

Í næstu viku, fimmtudaginn 14. nóvember, hefjast síðustu námskeið annarinnar. Þetta eru tvö námskeið, eitt örnámskeið fyrir byrjendur, og annað salsanámskeið fyrir dömur þar sem þær leika sér að dansa salsa án herra. H​ér má lesa um þessi námskeið og skrá sig. 

Sunnudaginn 24. nóvember bjóðum við upp á ekta kúbanska stemmningu í kúbönskum hádegisverði og síðdegisdansi. Þessi veisla er æðislegt tækifæri fyrir allt áhugafólk um kúbanska menningu og salsadans til að eiga góða stund og borða æðislegan kúbanskan mat, sem þeir Ernesto frá Kúbu og Esteban elda fyrir okkur. Þessa veislu má lesa um hér. 

Tæpri viku síðar, þann 30. nóvember, fer Vetrarball SalsaIceland fram á Iðnó. Á þessum hápunkti annarinnar bjóðum við upp á dans undir lifandi tónlist frá einvala liði hljóðfæraleikara í hljómsveitinni Los Bomboneros. Við bjóðum upp á prufutíma fyrir byrjendur í salsa, sýningar, og stútfullt dansgólf af glöðu fólki í sínu finasta pússi. Atburðinn má lesa um hér.  

Do you speak English?

Please do not hesitate to send us an email: salsaiceland@salsaiceland.is with any inquiry you might have, or if you want us to send you an email with information on our courses.

Make sure to follow us on instagram: salsaiceland, and like our facebook page to stay updated.  

 
 

Hér sérðu hvað við gerum

Salsakvöld á Iðnó miðvikudaginn 13. nóvember

Hefst með prufutíma kl. 19:30

Við hefjum dansinn á prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30, og svo er gólfið laust fyrir salsaglaða. 

Þátttakendur í prufutímanum fá prufutímann og danskvöldið frítt. 

Fyrir aðra gildir eftirfarandi gjaldskrá:

Stakt danskvöld: 1000kr.

10 skipta klippkort: 6000kr. (5000 fyrir nemendur á salsanámskeiðum SI)

Salsakvöld á B5 miðvikudaginn 20. nóvember.

Hefst með prufutíma kl. 19:30

Næsta salsadanskvöld er miðvikudaginn 20. nóvember, að þessu sinni á B5. Við hefjum dansinn á prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30, og svo er gólfið laust fyrir salsaglaða til kl. 23:30. Við hvetjum gesti okkar til að sýna gestgjöfum þakklæti fyrir hýsinguna í verki með því að versla lítið eitt við þá á barnum eða veitingastaðnum. 

Please reload

 
 
 

Salsakvöld á Iðnó miðvikudaginn 13. nóv. með ókeypis prufutíma fyrir byrjendur

Við hvetjum alla dansáhugasama til að líta við, hvort heldur sem er til að dansa eða spjalla. Það þarf alls ekki að hafa félaga til að mæta (fæstir hafa félagann), né nokkra dansreynslu.

Kvöldin okkar eru rómuð fyrir afslappað og þægilegt andrúmsloft og við tökum sérstaklega vel á móti byrjendum. Við hvetjum þig til að skilja feimnina við að bjóða upp eftir heima:- í salsasamfélaginu er hefð fyrir því að allir dansi við alla og bjóði upp.

 

Sabor Cubano ; Kúbanskur hádegismatur og síðdegissalsa sunnudaginn 24. nóvember

SalsaIceland býður, í samstarfi við kokkana Ernesto frá Kúbu og Esteban frá Spáni, upp á alvöru kúbanska matarveislu og síðdegisdans frá kl. 12:00-16:00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 24. nóvember. Við bjóðum öllum áhugasömum um kúbanska menningu og salsaunnendum og koma og njóta góðrar stundar með okkur þar sem við njótum þess besta sem Kúba hefur upp á að bjóða (svona án þess að hreinlega fara þangað). Skráning í máltíðina fer fram hér, sem þarf að staðfesta með greiðslu oinn á reikning SalsaIceland (580110-0100, 101-26-100810) í síðasta lagi miðvikudaginn 20. nóvember. 

Einnig má taka þátt einungis í dansinum, þá þarf ekki að skrá sig og hægt er að greiða fyrir þátttökuna við inngang: 1500 (með reiðuféi eða innlögn). Hér má sjá frekari upplýsingar á fésbókarsíðu okkar. 

Laugardaginn 30. nóvember fer Vetrarball SalsaIceland fram á Iðnó. Löng hefð er komið fyrir stórkostlegum veislum SalsaIceland þar sem öllu er til skartað: tveimur dansgólfum, sýningum og öðrum uppákomum. Vetrarballið í ár er með glæsilegra móti, því við fáum hið magnaða latín band Los Bomboneros í heimsókn sem leika undir dansi frá kl. 22:15 - 23:00. Eftir það opnum við dansgólfið á 2. hæð fyrir kixomba og bachata, og spilum allar tegundir salsa niðri á 1. hæð til kl. 01:00. Þá sameinum við gólfin á 1. hæðinni til kl. 02:00 þegar húsinu lokar.

 

Fyrr um daginn fara fram úrval drop in tíma fyrir salsanemendur, auk þess sem kvöldið hefst kl. 21 með prufutíma fyrir byrjendur á 2. hæðinni. Á sama tíma hefst dans með blönduðum tónlistarstíl á 1. hæðinni: salsa, bachata og kizomba, þangað til Los Bomboneros stíga á stokk kl. 22:15. Eftir Los Bomboneros njótum við svo geggjaðra sýninga!

 

Dagskráin er súmmeruð hér:

13:00-16:00 Drop in tímar í salsa, nánar auglýstir síðar

20:30 Húsið opnar

21:00-22:00 Prufutími fyrir byrjendur í salsa á 2. hæð á Iðnó

Salsa, bachata og kizomba á 1. hæð á Iðnó

22:15-23:00 Los Bomboneros leika fyrir dansi.

23:00 Showtime

23:15-01:00 Dansleikur á tveimur dansgólfum

01:00-02:00 Dansleikur á einu dansgólfi.

 

 

Miðaverð: 2500 í dyrunum, 2000 í forsölu sem lýkur miðvikudaginn 28. nóvember. Forsala fer fram með innlögn inn á 101-26-100810, kt: 580110-0100.

Drop in tímar fyrr um daginn eru skv. hefðbundinni gjaldskrá Drop on tíma hjá SalsaIceland.

 

Velkomin!

 
 
 
 

Jan 03, 2023

12:00 PM

This is Your First Event

Tell people more about this item. To make this item your own, click here > Add & Manage Items.

Feb 23, 2023

12:00 PM

This is Your Second Event

Tell people more about this item. To make this item your own, click here > Add & Manage Items.

May 28, 2023

12:00 PM

This is Your Third Event

Tell people more about this item. To make this item your own, click here > Add & Manage Items.

Please reload

8975483

Kvisthagi 25 Reykjavík Iceland 107

©2017 by Salsa Iceland. Proudly created with Wix.com