Komandi námskeið

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau námskeið sem eru opin til skráningar og hefjast á næstunni, en auk allra námskeiða  eru einnig eru í boði "Drop in tímar", opnir danstímar fyrir alla þá sem vilja taka framförum á social dansgólfinu.  Drop in hugtakið felst í því að ekki þarf að skrá sig fyrirfram, og hægt er að mæta og greiða staka tíma. 

Svo má sjá lista yfir þau námskeið sem eru í gangi núþegar og lokað hefur verið á skráningu á hér. 

Námskeið sem hefjast á næstunni

Byrjendanámskeið í salsa hefst sunnudaginn 12. janúar

Námskeiðið er ætlað byrjendum í pardansi. Við lærum grunninn í salsa og gefum okkur góðan tíma í að æfa okkur í stýra/fylgjatækni, tengingu og samvinnu í danshaldi. Við kynnumst því hvað það er sem gerir salsa að vinsælasta social dansi í heiminum. Námsefnið miðast við að gera þátttakendur tilbúna til þátttöku á danskvöldum. Við tökum okkur ekki of alvarlega og farið er vel í hlutina svo allir treysti grunninn vel áður en lengra er haldið upp á 2. stig. 

​Á námskeiðinu er róterað á skipulegan hátt á milli félaga. Flestir mæta stakir, og þeir sem vilja halda sig við sinn fasta dansfélaga geta gert það.Það þarf að hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku á námskeiðinu, og fyrsti tíminn telst hluti af námskeiðinu, ekki prufutími.  

Við bjóðum upp á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur vikulega á danskvöldum okkar, á miðvikudögum kl 19:30, sjá hér. 

Kennt er á sunnudögum kl. 16:45-18:00 í Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 22.    

Námskeiðið telur 10 skipti. 

Verð 23.500 fyrir þá sem skrá sig án félaga, 40.000 fyrir par (ókynbundið, annar aðilinn stýrir, hinn fylgir). 

Það er óþarfi að skrá sig með félaga, flestir koma stakir.   

Byrjendanámskeið í salsa, hefst fimmtudaginn 23. janúar

Námskeiðið er ætlað byrjendum í pardansi. Við lærum grunninn í salsa og gefum okkur góðan tíma í að æfa okkur í stýra/fylgjatækni, tengingu og samvinnu í danshaldi. Við kynnumst því hvað það er sem gerir salsa að vinsælasta social dansi í heiminum. Námsefnið miðast við að gera þátttakendur tilbúna til þátttöku á danskvöldum. Við tökum okkur ekki of alvarlega og farið er vel í hlutina svo allir treysti grunninn vel áður en lengra er haldið upp á 2. stig. 

​Á námskeiðinu er róterað á skipulegan hátt á milli félaga. Flestir mæta stakir, og þeir sem vilja halda sig við sinn fasta dansfélaga geta gert það.Það þarf að hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku á námskeiðinu, og fyrsti tíminn telst hluti af námskeiðinu, ekki prufutími.  

Við bjóðum upp á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur vikulega á danskvöldum okkar, á miðvikudögum kl 19:30, sjá hér. 

Kennt er á fimmtudögum kl. 20:00-21:15 í Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 22.    

Námskeiðið telur 10 skipti. 

Verð 23.500 fyrir staka aðila, 40.000 fyrir pör (ókynbundið, annar aðilinn stýrir, hinn fylgir). 

Það er óþarfi að skrá sig með félaga.  

2. stig í salsa hefst sunnudaginn 12. janúar 

Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiði hjá okkur í salsa, eða hafa sambærilegan grunn annars staðar frá (athugið að í því felst reynsla í pardansi í haldi).

SalsaIceland býður upp á ókeypis upprifjun úr byrjendanámskeiðinu sunnudaginn 5. janúar kl. 18:00 í Karatefélaginu Þórshamri, sjá hér. 

Þeim sem eru óvissir um á hvaða getustigi hjá SalsaIceland þeir eiga heima er bent á að koma til okkar í þann tíma, og fá ráðgjöf um á hvaða námskeið þeir ættu að fara. Eða að hafa samband: salsaiceland@salsaiceland.is. 

Áfram byggjum við grunninn í salsa, lærum fleiri fléttur, vöndum okkur við tengingu, stýra/fylgjatækni, fótafimi og snúninga. Við kynnum auk þess til sögunnar "salsa á línu" og "kúbanskt salsa" en á 3.-5. stigi eru þessir stílar kenndir í sitt hvoru lagi. Sami léttleiki og alltaf- við tökum okkur ekki of alvarlega og erum komin saman til að njóta þess að læra eitthvað nýtt, hafa gaman saman og hitta skemmtilegt fólk. 

Það þarf ekki að hafa félaga til að skrá sig, þó það sé ódýrara. Við bendum nemendum okkar á að hægt er að nota nemendasíður SalsaIceland á fésbók til að auglýsa eftir félaga. 

Á námskeiðinu er róterað á milli félaga á skipulegan hátt. 

Kennt er á sunnudögum kl. 18:00-19:15 í Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 22.   

Námskeiðið telur 10 skipti.  

Verð: 23.500 fyrir þá sem skrá sig stakir, 40.000 fyrir par (ókynbundið, annar aðilinn stýrir, hinn fylgir). 

Það er óþarfi að skrá sig með félaga.  

3B, salsa á línu á 3. stigi, hefst mánudaginn 13. janúar

Hér höldum við áfram að dansa skemmtilegar fléttur í "salsa á línu" og lærum meiri fótafimi, snúninga, tengingu og stýra/fylgjatækni í pardansi. 

Fyrir þá sem vilja komast í gírinn áður en námskeiðið hefst: Við bjóðum upp á ókeypis prufutíma úr efni 2. stigsins sunnudaginn 5. janúar kl. 17:00 í Karatefélaginu Þórshamri, sjá hér. 

3. stig hjá SalsaIceland inniheldur 4 námskeið: 3A, 3B (sem eru námskeið í "salsa á línu", auk 3C og 3D (sem eru námskeið í kúbönsku salsa). Það skiptir ekki máli í hvaða röð þessi námskeið eru tekin, en við mælum sterklega með því að öll fjögur námskeið 3. stigs séu kláruð áður en leið liggur a 4. stig. Námsefni 4. stigs er byggt á því sem kennt er á 3. stigi, auk þess sem gert er ráð fyrir að nemendur hafi þá dansþjálfun og æfingu sem felst í því í að ganga öll námskeið 3. stigs, áður en a 4. stig er komið. 

 

Til að tryggja sér pláss á námskeiðinu er best að finna sér félaga til að skrá sig með, þó skráning án félaga sé opin enn sem komið er. Þeir sem skrá sig án félaga án námskeið komast oftast að,  en mæta afgangi ef hlutföll verða of ójöfn. Við mælum með nemendasíðum SalsaIceland á fésbók sem vettvangi til að auglýsa eftir félaga, og salsakvöldunum, auðvitað :) 

Kennt er á mánudögum kl. 19:15-20:30  í sal FÍ, Mörkinni 6.    

Námskeiðið telur 7 skipti. 

Verð 17.500

Það er óþarfi að skrá sig með félaga, en við hvetjum alla til að auglýsa eftir félaga á nemendasíðum SI á fésbók, og á salsakvöldum. Það er besta leiðin til að tryggja sér pláss á námskeiðinu.  

4C, kúbanskt salsa, hefst mánudaginn 13. janúar

Hér dönsum við kúbanskt salsa, fótavinnu, Rueda de Casino, notum 4 og 8 í styling og "tap", og vinnum í að bæta "Cuban flavor" inn í dansinn okkar.  

4. stig hjá SalsaIceland inniheldur 4 námskeið: 4A, 4B (sem eru námskeið í "salsa á línu", auk 4C og 4D (sem eru námskeið í kúbönsku salsa). Það skiptir ekki máli í hvaða röð þessi námskeið eru tekin, en við mælum sterklega með því að öll fjögur námskeið 3. stigs séu kláruð áður en leið liggur a 4. stig. Námsefni 4. stigs er byggt á því sem kennt er á 3. stigi, auk þess sem gert er ráð fyrir að nemendur hafi þá dansþjálfun og æfingu sem felst í því í að ganga öll námskeið 3. stigs, áður en a 4. stig er komið. 

 

Til að tryggja sér pláss á námskeiðinu er best að finna sér félaga til að skrá sig með, þó skráning án félaga sé opin enn sem komið er. Þeir sem skrá sig án félaga án námskeið komast oftast að,  en mæta afgangi ef hlutföll verða of ójöfn. Við mælum með nemendasíðum SalsaIceland á fésbók sem vettvangi til að auglýsa eftir félaga, og salsakvöldunum, auðvitað :) 

Kennt á mánudögum kl. 20:30-21:45 í sal FÍ, Mörkinni 6

Námskeiðið telur 7 skipti. 

Verð: 17.500

Your Text Here

Urban Life

Your Text Here

Gals & Pals

Your Text Here

Lost Soles

Your Text Here

Running Suits

Drop in tímarnir hafa slegið í gegn, enda mjög þægilegt að geta skotist í danstíma þegar manni hentar án frekari skuldbindingar. Þeir verða auglýstir sérstaklega hér og á fésbókinni. Næsta tíma má lesa um hér. 

  • Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram - bara að mæta með góða skapið. 

  • Getustig þeirra er aðlagað þeim sem mæta- nema annað sé tekið fram. 

  • Verð fyrir stakan tíma er 2500kr, eða 2000kr þegar greitt er í formi klippkorts sem geymir 5 tíma og kostar 10.000kr. 

  • Hægt er að greiða í reiðuféi eða með innlögn.

  • ​Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um algengustu tegundir Drop in tímanna okkar:

​Hér er kennt ChaChaCha footwork rútínu fyrir dömur og herra sem langar að auka fjölbreytileika í skrefum sem hægt er að skella inn í footwork í bæði salsa og chachacha (og chacha takturinn er einnig notaður í kizomba). Þannig er um gríðarlega sniðuga tíma að ræða fyrir þessa vinsælustu dansa social-danssamfélagsins á Íslandi. 

ChaChaCha footwork

Lady style tímar = ljúf stund kvenna sem koma saman og æfa sig í að leyfa kvenleikanum að njóta sín í dansskrefunum sínum. 

Lady style tímar

Unisex tímar þar sem kenndar eru stuttar og skemmtilegar footwork rútínur fyrir dömur og herra. Tímarnir innihalda snúningstækni og kennslu í líkamsbeitingu sem eykur flæði og gæði danssporanna, ekki síst í pardansi sem er byggður á footwork-i. Mælt með fyrir alla social-dansnemendur. 

Footwork and Body Movement
 
 

Mánudagar

19:15 3. stig

20:30 4. stig

Fimmtudagar

20:00 Byrjendur

Miðvikudagar

19:30 Ókeypis prufutímar í salsa

20:30 Salsa danskvöld 

Sunnudagar

16:45 2. stig

18:00 Byrjendur

8975483

Kvisthagi 25 Reykjavík Iceland 107

2019 by Salsa Iceland. Proudly created with Wix.com